Mánudagur 12. júní 2006 kl. 20:25
Keflavík undir og einum færri
Fylkismenn eru komnir í 1-0 eftir að Sævar Þór Gíslason gerði mark úr vítaspyrnu. Buddy Farah fékk rautt spjald fyrir brot á Christian Christiansen inni í teig og Sævar skoraði af öryggi úr vítinu á 48. mínútu. Keflvíkingar leika því einum færri það sem eftir lifir leiks.