Keflavík þakkar góðan stuðning í sumar
Knattspyrnudeild Keflavíkur vill þakka einstaklingum og fyrirtækjum sem stutt hafa starf deildarinnar á einn eða annan hátt á þessu starfsári. Án stuðnings ykkar væri enginn grundvöllur fyrir rekstri Keflavíkur sem öflugra úrvalsdeildarliða, karla og kvenna á Íslandi. Okkar blómlega unglinga og barnastarf væri vart svipur af því sem það er í dag.
Við erum ekki síður stoltir Keflvíkingar af árangri okkar knattspyrnufólks í sumar en þeim föngulega hópi stuðningsaðila sem stendur hvað þéttast við bakið á Keflavík.
Keflavík hefur það markmið að stuðningsmenn okkar finni á jákvæðan hátt hvernig félagið með stolti notar hvert það tækifæri sem gefst til að kynna samstarfsaðila sína. Þá er ekki endilega litið til þess hvað stendur í samningum heldur með ánægju bent á okkar stuðningsfyrirtæki þar sem það á við.
Árangur okkar í sumar hefur verið góður. II. flokkur karla vann keppni B-liða eins og stefnt var að, mfl. kvenna tryggði sig á sínu fyrsta ári í Landsbankadeildinni og hafnaði í 5. sæti og mfl. karla hafnaði í 4. sæti Landsbankadeildarinnar og tryggði sér þátttökurétt í TOTO keppni UEFA næsta sumar. Við Keflvíkingar getum því horft stoltir til árangurs sumarsins eftir ýmis áföll okkar í byrjun tímabils sýndum við hvað í okkur bjó.
Það er góður íslenskur siður að þakka fyrir sig og sína. Knattspyrnudeild Keflavíkur vill þakka öllum stuðningsaðilum sínum ómetanlegan stuðning við deildina í sumar. Auk fjárhagslegs stuðnings ykkar og framlaga hefur það jákvæða andrúmsloft sem ríkt hefur í samstarfinu verið okkur mesti styrkurinn.
Stuðningsaðilar okkar hafa fengið góða auglýsingu í sumar. Landsbankadeildin hefur aldrei fengið aðra eins umfjöllun fjölmiðla og varla líður sá dagur á keppnistímabilinu að ekki sé fjallað um leikina í sjónvarði eða þeir auglýstir veglega. Þrír heimaleikir Keflavíkur í Landsbankadeildinni voru sýndir beint í sjónvarpi auk Evrópuleiksins á móti Mainz 05 sem sýndur var beint hér heima og í Þýskalandi.
Með vinsemd.
Fh. Knattspyrnudeilda Keflavíkur.
Ásmundur Friðriksson.
Við erum ekki síður stoltir Keflvíkingar af árangri okkar knattspyrnufólks í sumar en þeim föngulega hópi stuðningsaðila sem stendur hvað þéttast við bakið á Keflavík.
Keflavík hefur það markmið að stuðningsmenn okkar finni á jákvæðan hátt hvernig félagið með stolti notar hvert það tækifæri sem gefst til að kynna samstarfsaðila sína. Þá er ekki endilega litið til þess hvað stendur í samningum heldur með ánægju bent á okkar stuðningsfyrirtæki þar sem það á við.
Árangur okkar í sumar hefur verið góður. II. flokkur karla vann keppni B-liða eins og stefnt var að, mfl. kvenna tryggði sig á sínu fyrsta ári í Landsbankadeildinni og hafnaði í 5. sæti og mfl. karla hafnaði í 4. sæti Landsbankadeildarinnar og tryggði sér þátttökurétt í TOTO keppni UEFA næsta sumar. Við Keflvíkingar getum því horft stoltir til árangurs sumarsins eftir ýmis áföll okkar í byrjun tímabils sýndum við hvað í okkur bjó.
Það er góður íslenskur siður að þakka fyrir sig og sína. Knattspyrnudeild Keflavíkur vill þakka öllum stuðningsaðilum sínum ómetanlegan stuðning við deildina í sumar. Auk fjárhagslegs stuðnings ykkar og framlaga hefur það jákvæða andrúmsloft sem ríkt hefur í samstarfinu verið okkur mesti styrkurinn.
Stuðningsaðilar okkar hafa fengið góða auglýsingu í sumar. Landsbankadeildin hefur aldrei fengið aðra eins umfjöllun fjölmiðla og varla líður sá dagur á keppnistímabilinu að ekki sé fjallað um leikina í sjónvarði eða þeir auglýstir veglega. Þrír heimaleikir Keflavíkur í Landsbankadeildinni voru sýndir beint í sjónvarpi auk Evrópuleiksins á móti Mainz 05 sem sýndur var beint hér heima og í Þýskalandi.
Með vinsemd.
Fh. Knattspyrnudeilda Keflavíkur.
Ásmundur Friðriksson.