Keflavík tekur þátt í Norðurlandamóti meistaraliða
Íslandsmeisturum Keflavíkur í körfuknattleik karla hefur verið boðið að taka þátt í meistaramóti félagsliða á Norðurlöndum nú í haust. Til stendur að mótið verði haldið í Osló helgina 24. - 27. september.
Þessi keppni er ný af nálinni og höfðu Norðmenn frumkvæði að henni að sögn keflavik.is.
Ekki er ljóst hvernig fyrirkomulagið verður í keppninni, en búist er við því að flest meistaraliðin mæti til leiks fyrir utan dönsku meistarana Arhus sem höfðu þegar gert aðrar ráðstafanir.
Keppendur verða sem hér segir:
Frá Noregi: Bærums Verk Jets
Frá Svíþjóð: Plannja Basket
Frá Danmörku: SK Arhus (eða lið nr. 2 sem er Horsens IC)
Frá Finnlandi: Konvot
Frá Íslandi: Keflavík
Á heimasíðu Keflvíkinga kemur fram að þeir séu spenntir fyrir þessari keppni og tækifærinu til að reyna sig við þá bestu á Norðurlöndum.
Þessi keppni er ný af nálinni og höfðu Norðmenn frumkvæði að henni að sögn keflavik.is.
Ekki er ljóst hvernig fyrirkomulagið verður í keppninni, en búist er við því að flest meistaraliðin mæti til leiks fyrir utan dönsku meistarana Arhus sem höfðu þegar gert aðrar ráðstafanir.
Keppendur verða sem hér segir:
Frá Noregi: Bærums Verk Jets
Frá Svíþjóð: Plannja Basket
Frá Danmörku: SK Arhus (eða lið nr. 2 sem er Horsens IC)
Frá Finnlandi: Konvot
Frá Íslandi: Keflavík
Á heimasíðu Keflvíkinga kemur fram að þeir séu spenntir fyrir þessari keppni og tækifærinu til að reyna sig við þá bestu á Norðurlöndum.