Keflavík tekur á móti KR kl. 20:00
Í kvöld mætast Keflavík og KR í 11. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Leikurinn er á Nettó-vellinum í Keflavík og hefst kl. 20:00. Í Víkurfréttum í dag er auglýstur leiktími kl. 19:15. Það er hins vegar rangur tími, þar sem leikurinn er sjónvarpsleikur.
KR er á toppi deildarinnar með 22 stig en Keflavík er í 5. sæti með 14 stig.