Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflavík tekur á móti KR í kvöld í öðrum leik liðanna
Miðvikudagur 30. mars 2011 kl. 14:31

Keflavík tekur á móti KR í kvöld í öðrum leik liðanna

Keflavík tekur á móti KR í örðum leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik. Staðan í einvíginu er 1-0 fyrir KR eftir góðan sigur í fyrsta leik liðanna í DHL-Höllinni, 87-79. Leikur kvöldsins fer fram í Toyota-höllinni í Keflavík og hefst hann kl. 19:15. Leikurinn verður ekki sýndur í sjónvarpi og því ekkert annað í boði en að fjölmenna á leikinn!

Pavel Ermolinskij og Marcus Walker voru Keflvíkingingum erfiðir í fyrsta leiknum og skoruðu þeir samtals 57 af 87 stigum KR í leiknum. Thomas Sanders var öflugur í liði Keflavíkur og skoraði hann 28 stig en nokkrir lykilmenn í Keflavíkurliðinu hafa ekki náð sér á strik í úrslitakeppninni.

[email protected]



Fjölmargir stuðningsmenn Keflavíkur mættu á fyrsta leik liðanna í Vesturbænum og létu vel í sér heyra eins og sjá má á myndinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024