Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflavík tekur á móti Grindavík í kvöld
Sunnudagur 22. nóvember 2009 kl. 16:06

Keflavík tekur á móti Grindavík í kvöld

Það verður sannkallaður stórleikur háður í Toyota Höllinni í Keflavík í kvöld, en þá mæta Grindvíkingar í heimsókn í Iceland Express-deild karla. Það er til mikils að vinna fyrir bæði lið, því Grindavík er í 6. sæti deildarinnar með 8 stig og þurfa á sigri að halda til að vera í toppbaráttunni í vetur. Keflvíkingar eru í 2. sæti deildarinnar með 12 stig og með sigri tekst þeim að hliðra sér upp að Njarðvík í toppsæti deildarinnar, þó munu Njarðvíkingar eiga leik til góða.
Leikurinn hefst klukkan 19:15

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024