Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflavík tekur á móti FH í kvöld kl. 20.00
Sunnudagur 6. júlí 2008 kl. 11:10

Keflavík tekur á móti FH í kvöld kl. 20.00

Keflavík og FH mætast nú í annað sinn á fjórum dögum á Sparisjóðsvellinum í Keflavík. Leikurinn er kl.20.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík er í öðru sæti í Landsbankadeildinni aðeins þremur stigum á eftir FH sem leiðir deildina með 22 stig.
Öruggt er að mikil stemming verður á vellinum því Pumasveit Keflvíkinga og FH Mafían halda uppi miklu fjöri og hvetja sín lið stanslaust.

Dómari verður Jóhannes Valgeirsson og aðstoðardómarar Gunnar Gylfason og Áskell Þór Gíslason. Varadómari er Valgeir Valgeirsson og Eysteinn B. Guðmundsson er eftirlitsmaður KSÍ.
Mynd: Pumasveitin í Keflavík skapar skemmtilega stemmningu á leikjum liðsins.