Keflavík tapar þriðja leiknum í röð
Grindavík vann í kvöld góðan sigur á nágrönnum sínum úr Keflavík, 3-2, í Landsbankadeildinni í knattspyrnu. Leikurinn var fjörugur og hin ágætasta skemmtun í góða veðrinu í Grindavík.
Heimamenn voru við stjórnvölinn framan af, en Keflvíkingurinn Magnús Sverrir Þorsteinsson átti gott færi á 18 mínútu enn skaut yfir markið.
Grindvíkingar opnuðu svo markareikninginn á 25. mínútu þegar Sinisa Kekic slapp inn fyrir Harald Guðmundsson, varnarmann gestanna, og óð upp að markinu. Stefán Gíslason komst fyrir skot hans innan úr teig, en Kekic fékk boltann á ný, sendi hann fyrir af stuttu færi þar sem hann hrökk af Sreten Djurovic og framhjá Ólafi Gottskálkssyni í markið.
Þetta var þriðja sjálfsmark Keflvíkinga í jafnmörgum leikjum og virðist lánið ekki beint leika við þá í vörninni.
Aftur dró til tíðinda á 38. mínútu þegar Ray Anthony Jónsson skeiðaði upp vallarhelming Keflvíkinga. Hann gaf svo á Grétar Hjartarson á hægri kantinum sem renndi boltanum fyrir markið þar sem Orri Freyr Óskarsson kom á fleygiferð og skoraði gott mark. Grindvíkingar voru eins og kóngar á vellinum þegar þar var komið við sögu. Ekkert hafði gengið upp hjá Keflvíkingum, en eftir markið sóttu þeir verulega í sig veðrið.
Tveimur mínútum síðar fengu Keflvíkingar aukaspyrnu á vinstri kantinum til hliðar við vítateig og Scott Ramsey sneri góðan bolta inn á teig þar sem Sreten Djurovic kom á flugi og sendi fastan skalla í net Grindvíkinga. Hann hafði þar farið úr hlutverki skúrksins yfir í hetjuna og veitti sínum mönnum von um að ná einhverju út úr leiknum.
Staðan breyttist ekki fram að hálfleik og Grindavík héldu verðskuldaðri forystu, 2-1.
Í upphafi seinni hálfleiks gerðu Keflvíkingar harða hríð að marki heimamanna og var Hörður Sveinsson óheppinn að jafna ekki metin, en Albert Sævarsson stóð vaktina í markinu með sóma og varði vel.
Keflvíkingar náðu stjórn á leiknum þar sem Grindvíkingar höfðu dregið sig aftar á völlinn og skall oft hurð nærri hælum við mark heimamanna.
Þrátt fyrir að Keflvíkingar færðu sig upp á skaftið komu þeir sér ekki í nógu góð færi. Hins vegar nýtti Óskar Örn Hauksson, ungstirni Grindvíkinga, sér glufu í vörn þeirra og jók muninn í 3-1 á 60. mínútu með hnitmiðuðu skoti í vinstra markhorn innan úr vítateig. Þetta var fyrsta snerting hans í leiknum, en hann hafði komið inná af bekknum skömmu áður.
Grindvíkingar færðu sig enn aftar á völlinn eftir þetta og héldu vel aftur af Keflvíkingum sem varð lítt ágengt með háum stungusendingum inn fyrir vörnina.
Gestunum tókst þó að hleypa spennu í lokakaflann þar sem fyrirliði þeirra Zoran Ljubicic skoraði af markteig á 81. mínútu eftir góðan undirbúning Guðmundar Steinarssonar og Þórarins Kristjánssonar.
Síðustu mínúturnar var sókn Keflavíkur þung en varnarmenn Grindavíkur lentu þó ekki í teljandi vandræðum. Leiknum lauk 3-1 og þar með var þriðja tap Keflvíkinga í röð staðreynd og ljóst er að sitthvað þarf að breytast ef ekki á illa að fara fyrir þeim. Þeir eru dottnir niður í sjöunda sæti, en Grindvíkingar eru einu sæti fyrir ofan og virðast í góðu formi þessa dagana.
„Það er einskær óheppni að fá á okkur sjálfsmörk í þremur leikjum í röð, en hins vegar verðum við líka að gera betur varnarlega“, sagði Ólafur Gottskálksson, markvörður Keflavíkur í leikslok. „Við erum að gefa fleiri ódýr mörk þar sem menn eru að fá færi langt inni í vitateig og það gengur ekki upp. En nú verðum við bara að bíta á jaxlinnn og halda áfram því við skoruðum tvö mörk í dag, en það er það sem okkur hefur vantað hingað til. Við verðum hins vegar að skrúfa fyrir í vörninni“.
Óðinn Árnason, miðvörður Grindavíkur átti ágætan leik í kvöld og var ánægður með sigurinn. „Við erum búnir að vera að gera allt of mörg jafntefli og ættum að vera komnir með miklu fleiri stig. Það verður að sækja þetta af grimmd og við gerðum það í dag“. Óðinn bætti því við að þeir hefðu alls ekki látið hugfallast þrátt fyrir þunga sókn Keflvíkinga. „Við vissum að þeir myndu leggjast á okkur og þeir voru komnir með fjóra fram undir lokin, en þetta var bara spurning um að halda og það gekk upp“.
Landsbankadeildin tekur sér nú stutt hlé og um helgina fara 16 liða úrslit bikarkeppninnar fram. Þar sækja Keflvíkingar Framara heim og Grindavík fer í Árbæinn til fundar við topplið Fylkis.
Heimamenn voru við stjórnvölinn framan af, en Keflvíkingurinn Magnús Sverrir Þorsteinsson átti gott færi á 18 mínútu enn skaut yfir markið.
Grindvíkingar opnuðu svo markareikninginn á 25. mínútu þegar Sinisa Kekic slapp inn fyrir Harald Guðmundsson, varnarmann gestanna, og óð upp að markinu. Stefán Gíslason komst fyrir skot hans innan úr teig, en Kekic fékk boltann á ný, sendi hann fyrir af stuttu færi þar sem hann hrökk af Sreten Djurovic og framhjá Ólafi Gottskálkssyni í markið.
Þetta var þriðja sjálfsmark Keflvíkinga í jafnmörgum leikjum og virðist lánið ekki beint leika við þá í vörninni.
Aftur dró til tíðinda á 38. mínútu þegar Ray Anthony Jónsson skeiðaði upp vallarhelming Keflvíkinga. Hann gaf svo á Grétar Hjartarson á hægri kantinum sem renndi boltanum fyrir markið þar sem Orri Freyr Óskarsson kom á fleygiferð og skoraði gott mark. Grindvíkingar voru eins og kóngar á vellinum þegar þar var komið við sögu. Ekkert hafði gengið upp hjá Keflvíkingum, en eftir markið sóttu þeir verulega í sig veðrið.
Tveimur mínútum síðar fengu Keflvíkingar aukaspyrnu á vinstri kantinum til hliðar við vítateig og Scott Ramsey sneri góðan bolta inn á teig þar sem Sreten Djurovic kom á flugi og sendi fastan skalla í net Grindvíkinga. Hann hafði þar farið úr hlutverki skúrksins yfir í hetjuna og veitti sínum mönnum von um að ná einhverju út úr leiknum.
Staðan breyttist ekki fram að hálfleik og Grindavík héldu verðskuldaðri forystu, 2-1.
Í upphafi seinni hálfleiks gerðu Keflvíkingar harða hríð að marki heimamanna og var Hörður Sveinsson óheppinn að jafna ekki metin, en Albert Sævarsson stóð vaktina í markinu með sóma og varði vel.
Keflvíkingar náðu stjórn á leiknum þar sem Grindvíkingar höfðu dregið sig aftar á völlinn og skall oft hurð nærri hælum við mark heimamanna.
Þrátt fyrir að Keflvíkingar færðu sig upp á skaftið komu þeir sér ekki í nógu góð færi. Hins vegar nýtti Óskar Örn Hauksson, ungstirni Grindvíkinga, sér glufu í vörn þeirra og jók muninn í 3-1 á 60. mínútu með hnitmiðuðu skoti í vinstra markhorn innan úr vítateig. Þetta var fyrsta snerting hans í leiknum, en hann hafði komið inná af bekknum skömmu áður.
Grindvíkingar færðu sig enn aftar á völlinn eftir þetta og héldu vel aftur af Keflvíkingum sem varð lítt ágengt með háum stungusendingum inn fyrir vörnina.
Gestunum tókst þó að hleypa spennu í lokakaflann þar sem fyrirliði þeirra Zoran Ljubicic skoraði af markteig á 81. mínútu eftir góðan undirbúning Guðmundar Steinarssonar og Þórarins Kristjánssonar.
Síðustu mínúturnar var sókn Keflavíkur þung en varnarmenn Grindavíkur lentu þó ekki í teljandi vandræðum. Leiknum lauk 3-1 og þar með var þriðja tap Keflvíkinga í röð staðreynd og ljóst er að sitthvað þarf að breytast ef ekki á illa að fara fyrir þeim. Þeir eru dottnir niður í sjöunda sæti, en Grindvíkingar eru einu sæti fyrir ofan og virðast í góðu formi þessa dagana.
„Það er einskær óheppni að fá á okkur sjálfsmörk í þremur leikjum í röð, en hins vegar verðum við líka að gera betur varnarlega“, sagði Ólafur Gottskálksson, markvörður Keflavíkur í leikslok. „Við erum að gefa fleiri ódýr mörk þar sem menn eru að fá færi langt inni í vitateig og það gengur ekki upp. En nú verðum við bara að bíta á jaxlinnn og halda áfram því við skoruðum tvö mörk í dag, en það er það sem okkur hefur vantað hingað til. Við verðum hins vegar að skrúfa fyrir í vörninni“.
Óðinn Árnason, miðvörður Grindavíkur átti ágætan leik í kvöld og var ánægður með sigurinn. „Við erum búnir að vera að gera allt of mörg jafntefli og ættum að vera komnir með miklu fleiri stig. Það verður að sækja þetta af grimmd og við gerðum það í dag“. Óðinn bætti því við að þeir hefðu alls ekki látið hugfallast þrátt fyrir þunga sókn Keflvíkinga. „Við vissum að þeir myndu leggjast á okkur og þeir voru komnir með fjóra fram undir lokin, en þetta var bara spurning um að halda og það gekk upp“.
Landsbankadeildin tekur sér nú stutt hlé og um helgina fara 16 liða úrslit bikarkeppninnar fram. Þar sækja Keflvíkingar Framara heim og Grindavík fer í Árbæinn til fundar við topplið Fylkis.