Keflavík tapar í tvíframlengdum leik
Keflavík tapaði fyrir Val í Iceland Expressdeild kvenna í körfuknattleik í tvíframlengdum leik í kvöld, 97-94.
Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og gerðu Valsstúlkur vel að landa þessum sigri, en að sama skapi er þetta reiðarslag fyrir Keflvíkinga sem voru ekki að leika að bestu getu í kvöld.