Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík tapaði leik númer tvö
Nú er búið að stilla Keflvíkingum upp við vegg – hvernig bregðast þær við? VF-mynd: Hilmar Bragi
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 18. maí 2021 kl. 09:31

Keflavík tapaði leik númer tvö

Keflavík og Haukar léku annan leik sinn í undanúrslitum Domino's-deildar kvenna í körfuknattleik í gær þegar Haukar mættu í Blue-höllina á Sunnubraut. Keflavík tapaði fyrri leik liðanna 77:63 en náðu ekki að rétta sinn hlut á heimavelli í gær.

Keflavík virtist ætla að setja tóninn í byrjun leiks þegar Anna Ingunn Svansdóttir setti niður þriggja stiga körfu og Daniella Wallen bætti tveimur stigum við í kjölfarið og kom Keflavík í 5:2. Eftir það tóku Haukar völdin og sigldu fram úr Keflavík. Haukar unnu fyrsta leikhluta með sjö stigum, 13:20.

Það var stigs munur á liðunum tveimur í gær og Haukar fóru með öruggan 68:80 sigur af hólmi og leiða nú 2:0 í undanúrslitunum. Liðin mætast næst á föstudag í Hafnarfirði en fyrra liðið til að vinna þrjár viðureignir fer áfram í úrsltaleikinn svo nú þurfa Keflvíkingar að spýta í lófana og vinna þrjá næstu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frammistaða Keflvíkinga: Daniela Wallen Morillo 23/7 fráköst/6 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 16/6 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 11, Thelma Dís Ágústsdóttir 11, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 4/5 fráköst, Agnes María Svansdóttir 3, Anna Lára Vignisdóttir 0, Ólöf Rún Óladóttir 0, Sara Lind Kristjánsdóttir 0, Hjördís Lilja Traustadóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 0/5 fráköst.