Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík tapaði í úrslitaleik gegn Breiðablik
Haraldur Guðmundsson og félagar fengu á sig þrjú mörk í dag.
Laugardagur 2. febrúar 2013 kl. 17:14

Keflavík tapaði í úrslitaleik gegn Breiðablik

Breiðablik tryggði sér sigur á Fótbolta.net mótinu annað árið í röð með því að leggja Keflvíking 3-0 í úrslitaleik í Kórnum í dag. Sigur Breiðabliks var sanngjarn en öll mörk liðsins komu í síðari hálfleiknum.

Í fyrri hálfleik voru Blikar öllu sterkari en bæði lið fengu hálffæri til að skora. Eftir um það bil klukkutíma komust Blikar síðan yfir þegar Viggó Kristjánsson skoraði með skoti eftir fyrirgjöf frá Finni Orra Margeirssyni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Finnur var einn og óvaldaður og skoraði með skoti á nærstöngina framhjá Árna Frey Ásgeirssyni í markinu. Annað mark leiksins var sjálfsmark hjá varamanninum Andra Fannari Freyssyni sem fékk boltann í sig eftir baráttu við Andra Rafn Yeoman og Árna Frey í markinu.

Í viðbótartíma innsiglaði vinstri bakvörðurinn ungi Ósvald Jarl Traustason síðan 3-0 sigur Blika með fínu skoti á lofti úr vítateignum í kjölfarið á hornspyrnu.

Heimild: www.fotbolti.net