Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík tapaði í toppslagnum
Sunnudagur 21. september 2008 kl. 18:58

Keflavík tapaði í toppslagnum

Keflavík varð að játa sig sigraða í toppslagnum við FH nú síðdegis. Leiknum lyktaði með 3-2 sigri heimamanna þar sem Atli Viðar Björnsson tryggði FH sigurinn með marki á 90. mínútu. Staðan var 0-0 í hálfleik, en Keflavík var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Í seinni hálfleik byrjuðu FH-ingar af miklum krafti og komust í 2-0 með mörkum frá Ásgeiri Gunnari Ásgeirssyni, á 57. mínútu, og Atla Viðar Björnssyni, tíu mínútum síðar. Í kjölfarið gerði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, breytingu á sínu liði. Hann setti inn á Magnús S. Þorsteinsson sem þakkaði fyrir sig með að skora tvö mörk með stuttu millibili. Ef lokatölur leiksins hefðu orðið á þann veg þá hefðu Keflvíkingar orðið Íslandsmeistarar. Það var hins vegar fyrrnefndur Atli Viðar Björnsson sem kom í veg fyrir það með marki á lokamínútum leiksins.



Grindvíkingar gerðu á sama tíma 1-1 jafntefli við botnlið ÍA á Grindavíkurvelli. Giles Mbang Ondo kom Grindvíkingum yfir með fallegu marki, en Árni Ingi Pjetursson jafnaði metinn í upphafi seinni hálfleiks.


Nánar verður greint frá leiknum síðar...


VF-MYND/JJK: Magnús Þorsteinsson átti frábæra innkomu í lið Keflavíkur í kvöld og skoraði tvö mörk.