Keflavík tapaði í toppslagnum
KR-ingar sigruðu Keflvíkinga 76:64 í hörkuspennandi leik í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í gær. Damon Johnson var bestur í liði Keflvíkinga með 23 stig.KR liðið komst í 34:11 en þá tóku Keflvíkingar sig til og settu í lás því þeir röndóttu skoruðu ekki körfu utan af velli í heilar 15 mínútur( skoruðu ekki stig í 2. leikhluta) og Keflvíkingar komust því aftur inní leikinn. Leikurinn var spennandi það sem eftir lifði leiks og má það teljast ótrúlegt að Keflvíkingar hafi ekki getað notað tækifærið betur þegar ekkert gekk hjá KR. Menn voru staðir í sókn og það er hlutur sem verður að laga. Magnús Gunnarsson, Gunnar Einarsson og Davíð Þór Jónsson skoruðu t.d. ekki stig í leiknum og segir það mest um leik liðsins en Maggi hefur þó verið meiddur. Keflvíkingar eru þó enn efstir og þurfa að vinna næstu tvo leiki til að verða deildarmeistarar.