Heklan
Heklan

Íþróttir

Keflavík tapaði í Smáranum
Jón Halldór var ekki sáttur með frammistöðu liðsins í gær. Mynd úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 29. apríl 2021 kl. 08:21

Keflavík tapaði í Smáranum

Keflavík mætti Breiðabliki í Domino's-deild kvenna í körfuknattleik í gær. Keflvíkingar mættu engan veginn tilbúnar í leikinn og Breiðablik tók góða forystu strax í byrjun sem Keflavík náði ekki að vinna upp. Leiknum lauk því með 73:66 sigri Breiðabliks.

Fyrsti leikhluti val algerlega á valdi Breiðabliks sem leiddi 27:11 að honum loknum. Keflvíkingar náðu sér ekki á flug heldur í öðrum leikhluta sem var einnig í höndum Blika (15:11) og Keflavík var tuttugu stigum undir í hálfleik (42:22).

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Keflvíkingar réttu aðeins úr kútnum í seinni hálfleik og unnu þriðja og fjórða leikhluta (17:21 og 14:23) en það var of seint. Tjónið í fyrsta leikhluta varð ekki unnið upp og Keflavík tapaði því 73:66.

Með tapinu eru Keflvíkinga í öðru til þriðja sæti Domino's-deildarinnar ásamt Haukum, tveimur stigum á eftir Val.

Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var niðurlútur eftir leikinn í viðtali við Körfuna.is. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.

Frammistaða Keflvíkinga: Daniela Wallen Morillo 19/19 fráköst/6 stolnir, Anna Ingunn Svansdóttir 18, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 11/8 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 8, Anna Lára Vignisdóttir 4/4 fráköst, Agnes Perla Sigurðardóttir 2, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 2, Erna Hákonardóttir 2, Eva María Davíðsdóttir 0, Edda Karlsdóttir 0, Hjördís Lilja Traustadóttir 0, Ólöf Rún Óladóttir 0.

VF jól 25
VF jól 25