Keflavík tapaði í Smáranum
Keflavík mætti Breiðabliki í Domino's-deild kvenna í körfuknattleik í gær. Keflvíkingar mættu engan veginn tilbúnar í leikinn og Breiðablik tók góða forystu strax í byrjun sem Keflavík náði ekki að vinna upp. Leiknum lauk því með 73:66 sigri Breiðabliks.
Fyrsti leikhluti val algerlega á valdi Breiðabliks sem leiddi 27:11 að honum loknum. Keflvíkingar náðu sér ekki á flug heldur í öðrum leikhluta sem var einnig í höndum Blika (15:11) og Keflavík var tuttugu stigum undir í hálfleik (42:22).
Keflvíkingar réttu aðeins úr kútnum í seinni hálfleik og unnu þriðja og fjórða leikhluta (17:21 og 14:23) en það var of seint. Tjónið í fyrsta leikhluta varð ekki unnið upp og Keflavík tapaði því 73:66.
Með tapinu eru Keflvíkinga í öðru til þriðja sæti Domino's-deildarinnar ásamt Haukum, tveimur stigum á eftir Val.
Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var niðurlútur eftir leikinn í viðtali við Körfuna.is. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Frammistaða Keflvíkinga: Daniela Wallen Morillo 19/19 fráköst/6 stolnir, Anna Ingunn Svansdóttir 18, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 11/8 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 8, Anna Lára Vignisdóttir 4/4 fráköst, Agnes Perla Sigurðardóttir 2, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 2, Erna Hákonardóttir 2, Eva María Davíðsdóttir 0, Edda Karlsdóttir 0, Hjördís Lilja Traustadóttir 0, Ólöf Rún Óladóttir 0.