Keflavík tapaði í Kópavogi
Keflavík tapaði fyrir toppliði Breiðabliks þegar liðin mættust í Kópavogi í gær. Lokatölur urðu 2-0 fyrir Blika.
Þær keflvísku stóðu í sterku liði Breiðabliks í fyrri hálfleik sem komust lítt áfram og það sem kom að markin var Vera Varis öryggið uppmálað. Staðan 0-0 í hálfleik. Blikar skoruðu síðan tvö mörk í upphafi síðari hálfleiks og tryggðu sér 2-0 sigur.
Keflavík er í 7. sæti með 12 stig í neðri hluta deildarinnar.