Keflavík tapaði gegn nýliðunum en Njarðvík vann Leikni
Keflvíkingar töpuðu gegn nýliðum ÍR en Njarðvík vann góðan sigur á Fjölni í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar í gær.
Það er óhætt að segja að úrslitin í Keflavík hafi ekki verið eftir bókinni því ÍR kom upp úr 2. deildinni í fyrra á meðan heimamenn voru í Bestu-deildinni í fyrra. Þá unnu Keflvíkingar stórlið Blika í bikarkeppninni í síðustu viku. En svona er fótboltinn. Keflvíkingar voru slakir í þessum leik sem fór fram á gerfigrasinu. ÍR náði forystuu á 28. mínútu en heimamenn jöfnuðu fljótt aðeins tveimur mínútum síðar með marki Vals Þórs Hákonarsonaar rétt fyrir leikhlé. Gestirnir skoruðu hins vegar á síðustu mínútu fyrri hálfleiks og komust aftur í forystu. Heimamenn voru í basli í síðari hálfleik en fengu þó tvö góð færi undir lokin, Sami Kamel vann boltann vel inni í teig en markavörður ÍR varði mjög vel. Sindri Snær Magnússon átti síðan gott skot sem endaði í innanverðri stönginni. Boltinn rúllaði eftir marklínunni en inn vildi hann ekki. Vonbrigði fyrir heimamenn en þeim er spáð sigri í deildinni.
Haraldur sagði í viðtali við fotbolti.net að leikurinn hafi verið erfiður og ekki hafi tekist að nýta þrjú góð færi. Fyrsti leikurinn væri alltaf erfiður og mótið ynnist ekki eða tapaðist á honum.
Góður sigur hjá Njarðvík
Nágrannarnir úr Njarðvík gerðu góða ferð í Breiðholtið og sigruðu Leikni 1-2. Björn Aron Björnsson kom þeim yfir á 28. mín. og Dominik Radic bætti við forystuna með marki á 43. mínútu. Heimamenn minnkuðu muninn á 84. mínútu en komust ekki lengra. Njarðvíkingar léku sterkan varnarleik og uppskáru góðan sigur.
Sindri Snær átti fast skot sem endaði í innanverðri stönginni og rúllaði eftir marklínunni en fór ekki inn.
Það var fámennt á leiknum og meirihlutinn virtist koma frá ÍR því stuðningsmenn gestanna létu vel í sér heyra.