Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík tapaði gegn Fjölni
Föstudagur 18. maí 2018 kl. 21:18

Keflavík tapaði gegn Fjölni

Keflavík tók á móti Fjölni í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld á Nettóvellinu. Lokatölur leiksins urðu 2-1 fyrir gestina og Keflavík því aðeins komið með eitt stig eftir fjórar umferðir í deildinni. Keflavík gerði eina breytingu á liði sínu frá síðasta leik en Aron Freyr Róbertsson byrjaði í stað Adams Árna Róbertssonar og Lasse Rise sat á bekknum. Bæði lið sóttu í byrjun fyrri hálfleiks en gestirnir komust yfir á 31. mínútu þegar Birnir Snær Ingason kom Fjölni í 1-0 forystu.

Fyrri hálfleikur var ansi tíðindalítill fyrir utan mark gestanna og var staðan því 1-0 í hálfleik. Keflavík hóf seinni hálfleikinn af krafti en Hólmar Örn Rúnarsson skoraði á 52. mínútu eftir hornspyrnu. Gestirnir voru ekki lengi að svara fyrir sig en Almarr Ormarsson kom Fjölni í 2-1 á 62. mínútu. Lasse Rise kom inn á fyrir Frans Elvarsson á 67. mínútu og Leonard Sigurðsson kom inn á fyrir Aron Frey Róbertsson á 73. mínútu. Keflavík gerði síðustu skiptinguna sína í leiknum á 82. mínútu þegar Dagur Dan Þórhallson kom inn á fyrir Einar Orra Einarsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hólmar Örn Rúnarsson og Marko Nikolic fengu báðir gult spjald á 90. mínútu og lokatölur leiksins eins og áður sagði 2-1 og Keflavík á því enn eftir að næla sér í sinn fyrsta sigur í Pepsi-deildinni og eru með eitt stig eftir fjórar umferðir.

Hilmar Bragði Bárðarsson, blaðamaður Víkurfrétta var á leiknum og tók meðfylgjandi myndir.