Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Íþróttir

Keflavík tapaði fyrsta leik á heimavelli - mikil vonbrigði segir Falur þjálfari
Laugardagur 24. mars 2012 kl. 18:41

Keflavík tapaði fyrsta leik á heimavelli - mikil vonbrigði segir Falur þjálfari



Keflvíkingar máttu sætta sig við tap á heimavelli í fyrsta leik sínum gegn Haukum í undanúrslitum Iceland Express-deild kvenna í körfubolta í dag. Lokatölur urðu 54-63 í leik þar sem Haukar voru með í hendi sér nánast frá upphafi. Sigra þarf þrjá leiki til þess að komst í úrslit.

Keflavík komst í 12-5 en Haukar jöfnuðu í 12-12 og náðu eftir það yfirhöndinni og leiddu 18-22 þegar 1. leikhluta lauk.

Þegar rúmar 4 mínútur voru liðnar að öðrum leikhuta þá voru Haukar yfir, 22-27. Telma Lind Ásgeirsdóttir minnkaði þá muninn fyrir Keflavík í 25-27 neð þriggja stiga körfu. Haukar voru þá ávallt með yfirhöndina í fyrri hálfleik og mun meira flæði var í sóknarleik þeirra en heimamanna. Þegar gegngið var til búningsklefa leiddu Haukar 27-35 og það vrikaði þannig að Keflvíkingar væru hálf andlausir. Bæði lið voru að hitta illa fyrir utan en hvort lið fyrir sig setti niður eina þriggja stiga körfu í fyrri hálfleik, Haukar úr 11 tilraunum en Keflvíkingar úr 6.

Jaleesa Butler var langbest Keflvíkinga með 14 stig í hálfleik en auk þess hafði hún hirt 5 fráköst. Þær Birna Valgarðsdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir voru svo með 4 stig hvor en Eboni Mangum var ekki komin á blað.

Hjá Haukum var Tierny Jenkins með 16 stig og 11 fráköst, þar af 7 sóknarfráköst.

Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn með glæsilegri körfu en boltinn gekk þá hratt á milli allra mann og endaði með því að þær fengu auðvelt sniðskot undir körfunni. Þær fylgdu því svo eftir með þriggja stiga körfu og munurinn fór í 12 stig þegar mest var. Líf færðist hins vegar í Keflvíkinga eftir þessa rispu Hauka og áhorfendur fóru að láta í sér heyra. Þær fóru í svæðisvörn og minnkuðu muninn í 5 stig þegar 4 mínútur voru liðnar af 3. leikhluta. Haukar héld þó sínu striki og þær hirtu fjölda sóknarfrákasta gegn svæðisvörn Keflvíkinga, sem skilaði þeim auðveldum körfum. Aukin harka færðist í leikinn og þegar að þriðja leikhluta lauk voru Haukar 6 stigum yfir og staðan 43-49.

Nú þurftu Keflvíkingar að spýta í lófana. Pálína Gunnlaugsdóttir hjá Keflavík virtist ekki vera að finna sig og það virtist allt ganga upp hjá Haukum. Fljótlega var staðan orðin 45-55 fyrir Hauka og þær virtust hafa leikinn í hendi sér. Áfram var munurinn 10 stig og Keflvíkingar réðu hreinlega ekkert við Tierny Jenkins í teignum. Þegar rúmar 3 mínútur voru til leiksloka þá var munurinn enn 10 stig, 51-61 og ekkert sem benti til þess að Keflvíkingar ætluðu sér sigur í leiknum. Lokatölur urðu 54-63, Haukum í vil en þær spiluðu fínan körfubolta í leiknum og áttu sigurinn skilinn.

Sagt eftir leik:

Falur Harðarson þjálfari Keflvíkinga: „Algert viljaleysi hjá okkur. Það var enginn vilji til þess að standa sig vel hérna í dag.“ Falur vildi ekki kenna stórleik Jenkins um ófarir Keflvíkinga. „Þær hirða yfir 20 sóknarfráköst. Það skipti engu máli hvort við vorum að spila svæðisvörn eða ekki, þær voru bara á undan í alla bolta og vildu þetta meira en við. Við vorum bara á hælunum í varnarleiknum og í sóknarleiknum vantaði allt flæði og allt gerðist of hægt. Þetta eru mikil vonbrigði og þessu þarf að snúa við.“


Stigin: Keflavík: Jaleesa Butler 23/12 fráköst/4 varin skot, Pálína Gunnlaugsdóttir 11/5 fráköst, Eboni Monique Mangum 7, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4/5 fráköst, Helga Hallgrímsdóttir 4/4 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 3, Sandra Lind Þrastardóttir 2, Hrund Jóhannsdóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Soffía Rún Skúladóttir 0, Sara Rún Hinriksdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0.

Haukar: Tierny Jenkins 27/20 fráköst, Jence Ann Rhoads 14/9 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 8, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 7/5 fráköst, Íris Sverrisdóttir 5, Guðrún Ósk Ámundardóttir 2/4 fráköst, Sara Pálmadóttir 0, María Lind Sigurðardóttir 0, Inga Sif Sigfúsdóttir 0, Ína Salóme Sturludóttir 0, Auður Íris Ólafsdóttir 0.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25





Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025