HS Veitur
HS Veitur

Íþróttir

Keflavík tapaði fyrsta leik
Thelma Dís Ágústsdóttir skoraði tíu stig fyrir Keflavík í gær. Myndir úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 3. október 2024 kl. 13:10

Keflavík tapaði fyrsta leik

Íslands-, deildar- og bikarmeistarar Keflavíkur þurftu að játa sig sigraða í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik kvenna þegar Stjarnan vann með sjö stigum í Garðabæ í gær.

Stjarnan - Keflavík 71-64 (13-26, 22-9, 23-13, 13-16)

Keflvíkingar byrjuðu betur og höfðu þrettán stiga forystu eftir fyrsta leikhluta (13-26) en heimakonur bitu frá sér í öðrum leikhluta og jöfnuðu leikinn fyrir hálfleik (35-35).

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Þriðji leikhluti var Stjörnukvenna og þær sigu tíu stigum fram úr Keflvíkingum (58-48) sem náðu að minnka muninn í eitt stig (65-64) þegar tvær og hálf mínúta voru til leiksloka. Heimakonur sigldu svo sigrinum í land með því að gera sex síðustu stigin í leiknum. Lokatölur 71-64.

Keflvíkingar eru enn á Söru Rúnar Hinriksdóttur sem glímir við meiðsli.

Frammistaða Keflvíkinga: Jasmine Dickey 25/13 fráköst/7 stolnir, Thelma Dís Ágústsdóttir 10, Anna Lára Vignisdóttir 8/7 fráköst/6 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 8, Agnes María Svansdóttir 7/4 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 6, Eygló Kristín Óskarsdóttir 0, Ásthildur Eva H. Olsen 0, Anna Þrúður Auðunsdóttir 0, Hanna Gróa Halldórsdóttir 0, Ásdís Elva Jónsdóttir 0, Eva Kristín Karlsdóttir 0.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025