Keflavík tapaði fyrir norðan
Lið Keflavíkur í Domino´s deild karla í körfu mætti Þór Akureyri fyrir norðan nú fyrr í kvöld.
Leikurinn endaði með sigri Þórs 90-78, leikar stóðu 46-45 fyrir Þór í hálfleik en eftir þriðja leikhluta var lið Þórs komið með forystu 69-48. Keflvíkingar náðu ekki að saxa á forystu Þórsara og fara því heim með tap eftir kvöldið.
Stigahæstu leikmenn Keflavíkur voru Cameron Forte með 30 stig og 16 fráköst, Magnús Már Traustason með 15 stig og 4 fráköst og Guðmundur Jónsson með 13 stig.