Keflavík tapaði fyrir ÍS
Keflavíkurstúlkur biðu lægri hlut fyrir Stúdínum í Keflavík í dag. Lokastaðan 66:75 í 1. deild kvenna í körfuknattleik í dag.Með sigrinum skutust Stúdínur í toppsæti deildarinnar. Liðið er með 26 stig eftir 17 leiki en KR er með 24 stig eftir jafnmarga leiki og spilar síðar í dag við Njarðvík.
Anna María Sveinsdóttir var langstigahæst í liði Keflavíkur með 29 stig.
Anna María Sveinsdóttir var langstigahæst í liði Keflavíkur með 29 stig.