Keflavík tapaði fyrir Haukum
Keflavík mætti Haukum í Domino´s- deild kvenna í körfu í kvöld á Ásvöllum í kvöld en lið Hauka situr efst í deildinni á meðan lið Keflavíkur er í þriðja sæti. Leikurinn endaði með tapi Keflavíkur 81-63. Liðin voru nokkuð jöfn í fyrsta leikhluta en í hálfleik leiddu Haukar eftir góðan sprett í öðrum leikhluta. Brittany Dinkins var atkvæðamikil í liði Keflavíkur eins og svo oft áður og skoraði 22 stig í fyrri hálfleik. Keflavík mætti ákveðið til leiks í seinni hálfleik en síðan duttu Haukar í gírinn og Keflavík náði ekki að komast nær þeim í stigaskori í síðasta leikhlutanum.
Stigahæstar í liði Keflavíkur voru Brittanny Dinkins með 31 stig, Thelma Dís Ágústsdóttir með 12 stig og 5 fráköst og Embla Kristínardóttir með 6 stig og 4 fráköst.