Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Íþróttir

Keflavík tapaði fyrir botnliðinu
Valdas Vasylius var öflugur gegn Stólunum, gerði 23 stig og tók tíu fráköst. Mynd: Ingibergur Þór Jónasson
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 22. nóvember 2022 kl. 08:56

Keflavík tapaði fyrir botnliðinu

Keflavík tapaði í gær fyrir Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfuknattleik en þetta var fyrsti sigur Þórsara á leiktíðinni. Á sama tíma tóku Grindvíkingar á móti Tindastóli frá Sauðárkróki og eftir sveiflukenndan leik voru það gestirnir sem tóku stigin með sér.

Grindavík - Tindastóll 83:94

(23:28, 21:27, 27:14, 12:25)

Gestirnir frá Króknum voru atkvæðameiri í fyrri hálfleik og leiddu með ellefu stigum að honum loknum (44:55). Grindvíkingar sýndu klærnar í frábærum þriðja leikhluta sem þeir unnu með þrettán stigum og snéru taflinu sér í vil fyrir fjórða leikhluta (71:69) en viðsnúningurinn virtist taka sinn toll og Tindastóll náði að innbyrða sigurinn að lokum (83:94).

Grindavík: Valdas Vasylius 23/11 fráköst, Ólafur Ólafsson 20/11 fráköst, Bragi Guðmundsson 20, Nökkvi Már Nökkvason 9, Arnór Tristan Helgason 6, Kristófer Breki Gylfason 3/7 fráköst, Hilmir Kristjánsson 2, Jón Eyjólfur Stefánsson 0, Magnús Engill Valgeirsson 0, Hafliði Ottó Róbertsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Nánar um leikinn.


Þór Þ. - Keflavík 116:102

(24:29, 21:20, 37:24, 34:29)
Dominykas Milka var sterkur í gær með 23 stig, tíu fráköst og 32 framlagspunkta. Mynd úr safni Víkurfrétta

Keflvíkingar hófu leikinn ágætlega á móti Þór í Þorlákshöfn. Keflavík leiddi með fjórum stigum í hálfleik (45:49) en afleitur þriðji leikhluti, þar sem Þórsarar gerðu 37 stig gegn 24, veitti heimamönnum þægilegt forskot fyrir lokaleikhlutann (82:73). Heimamenn juku forskotið í fjórða leikhluta og höfðu að lokum fjórtán stiga sigur (116:102) og annað tap Keflvíkinga á tímabilinu því staðreynd.

Keflavík: Dominykas Milka 23/10 fráköst, Eric Ayala 14/5 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 12/5 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 11, Jaka Brodnik 11, Ólafur Ingi Styrmisson 10/4 fráköst, Igor Maric 10/4 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 7/6 stoðsendingar, David Okeke 4/6 fráköst, Magnús Pétursson 0, Yngvi Freyr Óskarsson 0, Arnór Sveinsson 0.

Nánar um leikinn.