Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík tapaði fyrir botnliðinu
Valdas Vasylius var öflugur gegn Stólunum, gerði 23 stig og tók tíu fráköst. Mynd: Ingibergur Þór Jónasson
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 22. nóvember 2022 kl. 08:56

Keflavík tapaði fyrir botnliðinu

Keflavík tapaði í gær fyrir Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfuknattleik en þetta var fyrsti sigur Þórsara á leiktíðinni. Á sama tíma tóku Grindvíkingar á móti Tindastóli frá Sauðárkróki og eftir sveiflukenndan leik voru það gestirnir sem tóku stigin með sér.

Grindavík - Tindastóll 83:94

(23:28, 21:27, 27:14, 12:25)

Gestirnir frá Króknum voru atkvæðameiri í fyrri hálfleik og leiddu með ellefu stigum að honum loknum (44:55). Grindvíkingar sýndu klærnar í frábærum þriðja leikhluta sem þeir unnu með þrettán stigum og snéru taflinu sér í vil fyrir fjórða leikhluta (71:69) en viðsnúningurinn virtist taka sinn toll og Tindastóll náði að innbyrða sigurinn að lokum (83:94).

Grindavík: Valdas Vasylius 23/11 fráköst, Ólafur Ólafsson 20/11 fráköst, Bragi Guðmundsson 20, Nökkvi Már Nökkvason 9, Arnór Tristan Helgason 6, Kristófer Breki Gylfason 3/7 fráköst, Hilmir Kristjánsson 2, Jón Eyjólfur Stefánsson 0, Magnús Engill Valgeirsson 0, Hafliði Ottó Róbertsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nánar um leikinn.


Þór Þ. - Keflavík 116:102

(24:29, 21:20, 37:24, 34:29)
Dominykas Milka var sterkur í gær með 23 stig, tíu fráköst og 32 framlagspunkta. Mynd úr safni Víkurfrétta

Keflvíkingar hófu leikinn ágætlega á móti Þór í Þorlákshöfn. Keflavík leiddi með fjórum stigum í hálfleik (45:49) en afleitur þriðji leikhluti, þar sem Þórsarar gerðu 37 stig gegn 24, veitti heimamönnum þægilegt forskot fyrir lokaleikhlutann (82:73). Heimamenn juku forskotið í fjórða leikhluta og höfðu að lokum fjórtán stiga sigur (116:102) og annað tap Keflvíkinga á tímabilinu því staðreynd.

Keflavík: Dominykas Milka 23/10 fráköst, Eric Ayala 14/5 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 12/5 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 11, Jaka Brodnik 11, Ólafur Ingi Styrmisson 10/4 fráköst, Igor Maric 10/4 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 7/6 stoðsendingar, David Okeke 4/6 fráköst, Magnús Pétursson 0, Yngvi Freyr Óskarsson 0, Arnór Sveinsson 0.

Nánar um leikinn.