Keflavík tapaði á vafasömum vítaspyrnudómi
Rétt í þessu var leik Keflavíkur og Breiðabliks að ljúka í Bestu deild karla í knattspyrnu. Staðan var 1:1 í hálfleik en Keflvíkingar tóku forystu snemma í seinni hálfleik með marki Patrik Johannesen, 2:1 (48').
Blikar jöfnuðu leikinn í 2:2 með stórglæsilegu marki á 81. mínútu og um það leyti sem leiktíminn var að fjara út fengu Blikar dæmda vítaspyrnu, mjög vafasamur dómur en sóknarmaður Breiðabliks féll auðveldlega í teignum þegar hann missti af boltanum. Blikar skoruðu sigurmarkið úr vítinu og Keflvíkingar sitja eftir með sárt ennið.
Myndir og frekari umsögn um leikinn koma síðar í kvöld.