Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 4. mars 1999 kl. 22:22

KEFLAVÍK STÖNDUGT FÉLAG!

Aðalfundur Íþrótta og ungmennafélags Keflavíkur fór fram síðastliðinn fimmtudag. Þórður Magni Kjartansson, gjaldkeri félagsins, skýrði frá því að allar deildir félagsins hefðu komið í plús út úr rekstrarárinu sem hljóta að vera sjaldgæfar fréttir hjá flestum íþróttafélögum og einungis mögulegt vegna þrotlausrar vinnu sjálfboðaliða fórnfúsra stuðningsmanna.Sérdeildir útnefndu íþróttamenn ársins en fjölmargir afreksmenn keppa undir merkjum félagsins. Voru þeir verðskuldað verðlaunaðir auk þess sem veitt voru verðlaun fyrir unnin stjórnarstörf í þágu félagsins. Hlutu 13 aðilar bronsverðlaun í því tilefni. Anna María Sveinsdóttir, körfuknattleikskona, var kjörinn íþróttamaður félagsins 1999. Anna María hefur fengið fjölmörg verðlaun á þessu ári og var t.a.m. kjörinn íþróttamaður Reykjanesbæjar fyrir skömmu. Hún leiddi lið Keflavíkur til sigurs í öllum mótum síðasta veturs sem bæði þjálfari og leikmaður og var að auki valinn besti leikmaður deildarinnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024