Keflavík steinlá gegn Blikum í Faxaflóamótinu
Breiðablik er Faxaflóameistari kvenna í knattspyrnu eftir 6-0 sigur á Keflavík í Kórnum í Kópavogi í gærkvöld. Eyjastúlkan Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði þrennu fyrir Breiðablik í leiknum en hún er systir Gunnars Heiðar Þorvaldssonar landsliðsmanns karla. Fanndís Friðriksdóttir skoraði síðustu tvö mörk Breiðabliks í leiknum en fyrsta markið var sjálfsmark Keflavíkurstúlkna.
Með sigrinum tryggði Breiðablik sér sigur á Faxaflóamóti kvenna, A-riðlinum, enduðu í 1. sæti með 12 stig en Stjarnan endaði í öðru sæti með níu. HK/Víkingur og Keflavík komu í þriðja og fjórða með 4 stig og Afturelding endaði í neðsta sæti, stigalaust.
Breiðablik 6-0 Keflavík
1-0 Lilja Íris Gunnarsdóttir (sjálfsmark)
2-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir
3-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir
4-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir
5-0 Fanndís Friðriksdóttir
6-0 Fanndís Friðriksdóttir
Þetta kemur fram á www.fotbolti.net