Keflavík steinlá fyrir Val og Grindavík tapaði þriðja leiknum í röð
Njarðvík vann í spennuleik
Keflavíkurstúlkur steinlágu gegn meistaraliði Vals í Domino’s deild kvenna í körfubolta. Keflavík tapaði 31 stigi og rétt náðu að halda í við Val í fyrsta leikhluta. Miklu munaði að útlendingur liðsins, Daniela Morillo náði sér engan veginn á strik en Valskonur héldu henni algerlega niðri.
Katla Rún Garðarsdóttir skoraði mest hjá Keflavík eða 12 stig, Eydís Eva Þórisdóttir og Salbjörg Ragna voru með 9 stig. Daniela var með 8 stig.
Keflavík: Katla Rún Garðarsdóttir 12, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 9/7 fráköst/3 varin skot, Eydís Eva Þórisdóttir 9, Daniela Wallen Morillo 8/8 fráköst/8 stolnir, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 7/4 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 4/7 fráköst/6 stoðsendingar, Irena Sól Jónsdóttir 2, Lovísa Íris Stefánsdóttir 0, Anna Ingunn Svansdóttir 0, Sara Lind Kristjánsdóttir 0, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Aðalsteinn Hjartarson, Georgia Olga Kristiansen
Grindavík tapaði þriðja leiknum í röð þegar Snæfell sótti sigur í Mustad höllina. Lokatölur 63-66 fyrir Snæfell en staðan í hálfleik var 39-36 fyrir Grindavík.
Gestirnir voru sterkari í síðari hálfleik þó munurinn væri aldrei mikill og spenna var í lokin.
Kamilah T. Jackson skoraði 18 stig og tók 21 frákast í leiknum en það dugði heimakonum ekki.
Grindavík: Kamilah Tranese Jackson 18/21 fráköst/5 stoðsendingar, Ólöf Rún Óladóttir 12/4 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 10, Hrund Skúladóttir 9/5 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 5, Vikoría Rós Horne 3, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 2, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 2/4 fráköst, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 2, Andra Björk Gunnarsdóttir 0, Thea Ólafía lucic Jónsdóttir 0, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 0.
Njarðvík vann Fjölni í miklum spennuleik í 1. deild kvenna en leikið var í Ljónagryfjunni í gærkvöldi. Lokatölur 71-61 eftir framlengingu en jafnt var eftir venjulegan leiktíma 58-58.
Sigur Njarðvíkurkvenna var öflugur því Fjölniskonur náðu 12 stiga forskoti í þriðja leikhluta en heimakonur mættu öflugar í fjórða leikhluta og síðan í framlengingunni.
Vilborg Jónsdótti skoraði mest hjá UMFN, 23 stig og tók 7 fráköst.