Keflavík steinlá fyrir Njarðvík í drengjaflokki
Keflavík steinlá fyrir grönnum sínum Njarðvík í Ljónagryjunni í gærkvöldi í Íslandsmótinu. Lokatölur urðu 90-66 og voru strákarnir úr Njarðvík að leika þrusu góðan bolta. Elvar Már Friðriksson var stigahæstur með 23 stig en einnig var Óli Ragnar Alexandersson með 17 stig.
Njarðvík eru á toppnum í riðlinum en þeir hafa ekki tapað leik það sem af er vetri, eru 10/0 í deild, og komnir í undanúrslit í bikar. Næsti leikur Njarðvíkur er gegn Grindavík á útivelli, þriðjudaginn 15.febrúar.
Mynd: Siggi Jóns - [email protected]