Keflavík steinlá fyrir KR
Ekkert virðist ætla að stöðva sigurgöngu KR í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik. Keflavíkurstúlkum tókst það a.m.k ekki í gærkvöldi þegar þær mættu KR hakkavélinni í DHL –höllinni. Þetta var ellefti deildarsigur KR í röð en lokatölur urðu 70–55.
KR stúlkur höfðu átta stiga forystu eftir fyrsta fjórðung og höfu undirtökin allan fyrri hálfleikinn. Staða í hálfleik var 35-19 fyrir KR sem hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik og skoraði 27 stig gegn 19 í þriðja fjórðungi. Það var ekki fyrr en í síðasta fjórðungi sem Keflavík náði að rétta hlut sinn að einhverju leiti þegar þær skoruðu 17 stig gegn átta.
Birna Valgarðsdóttir var stigahæst í liði Keflavíkur með 22 stig og Bryndís Guðmundsdóttir hirti 10 fráköst.