Keflavík spilar við Færeyinga í kvöld
Færeyska knattspyrnuliðið Götu Ítróttarfélag, GÍ, er statt hér á landi í æfingabúðum og mun liðið spila þrjá æfingaleiki í Reykjaneshöllinni í vikunni. Í kvöld leika Færeyingarnir við Keflavík og hefst leikur liðanna klukkan 18.30, annað kvöld spila þeir við Njarðvíkinga og á laugardaginn við íslenska landsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri.
Samkvæmt Morgunblaðinu hefur Götu Ítróttarfélag sex sinnum hampað færeyska meistaratitlinum, síðast árið 1996, og fimm sinnum hefur liðið orðið bikarmeistari, síðast fyrir fjórum árum.
Samkvæmt Morgunblaðinu hefur Götu Ítróttarfélag sex sinnum hampað færeyska meistaratitlinum, síðast árið 1996, og fimm sinnum hefur liðið orðið bikarmeistari, síðast fyrir fjórum árum.