Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík spáð sigri í Subway-deild kvenna
Úr leik Keflavíkur og Vals í úrslitum Subway-deildar kvenna á síðasta ári. Mynd úr safni VF/JPK
Fimmtudagur 21. september 2023 kl. 12:35

Keflavík spáð sigri í Subway-deild kvenna

Keflvíkingum er spáð sigri í Subway-deild kvenna á komandi tímabili en spáin var gerð opinber á kynningarfundi Körfuknattleikssambands Íslands sem var haldinn á Grand Hótel í hádeginu.

Annars vegar er spá formanna, þjálfara og fyrirliða liða í Subway-deild og 1. deild kvenna og hins vegar spá fjölmiðla fyrir Subway-deild kvenna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Formenn, þjálfarar og fyrirliðar spá Njarðvíkingum öðru sæti og Grindavík því fimmta. Fjölmiðlar spá einnig Keflavík efsta sætinu og Grindavík því fimmta en setja Njarðvík í fjórða sæti. Keflavík teflir fram yngra liði í 1. deild kvenna og er því spá neðsta sætinu.