Keflavík spáð fallbaráttu af þjálfurum og fyrirliðum
Kynningarfundur Pepsi-deildarinnar fór fram í dag á Hilton-hótel. Þar var kunngerð spá fyrir leiktíðina en hún er framkvæmd af þjálfurum og fyrirliðum. Keflavík er spáð 10. sæti og samkvæmt spánni mun liðið vera í fallbaráttu. FH er spáð Íslandsmeistaratitlinum.
Spáin er eftirfarandi:
1. FH
2 KR
3. Breiðablik
4. Stjarnan
5. Valur
6. ÍA
7. ÍBV
8. Fram
9. Fylkir
10. Keflavík
11. Víkingur Ól
12. Þór Akureyri
Michael van Praag, stjórnarmaður UEFA, var gestur á kynningarfundinum og afhendi viðurkenningu UEFA fyrir markaðsstarf tengt Pepsi deildunum.