Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík sótti stig á Greifavöllinn
Nacho Heras stýrði þéttri vörn Keflavíkur með myndarbrag. Mynd úr leik Keflavíkur og KR/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 24. apríl 2023 kl. 09:16

Keflavík sótti stig á Greifavöllinn

Keflavík mætti KA á Greifavellinum á Akureyri í þriðju umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í gær. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og Keflavík situr í sjöunda sæti deildarinnar.

Keflavík lék án lykilmanna í gær en þeir Magnús Þór Magnússon og Frans Elvarsson eru báðir meiddir. Nacho Heras var því fyrirliði í gær og hann stýrði vörn Keflavíkur eins og herforingi en leikur liðsins var skipulagður og gaf fá færi á sér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingar voru nærri því að ná forystu í fyrri hálfleik í tvígang en bæði Sami Kamel og Stefan Ljubicic fengu góð færi sem fóru forgörðum. KA var meira með boltann en án þess að ná að skapa sér nein færi af viti og jafntefli því niðurstaðan.