Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík sótti sigur til Egilsstaða
Fimmtudagur 16. nóvember 2017 kl. 21:30

Keflavík sótti sigur til Egilsstaða

Keflavík fór til Egilsstaða í kvöld og mætti Hetti í Domino´s- deild karla í körfu. Lokatölur leiksins voru 66-92 með sigri Keflvíkinga. Nýr kani lék með Keflavík, Stanley Earl Robinson en Cameron Forte var sendur heim á dögunum.

Stanley hefur kunnað vel við sig fyrir austan en hann var með 15 stig og 5 fráköst, Hilmar Pétursson var með 14 stig, Daði Lár Jónsson var með 14 stig og 7 fráköst, Ágúst Orrason með 11 stig, Þröstur Leó Jóhannsson með 10 stig og 6 fráköst og Magnús Már Traustason með 10 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024