Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík skorar mörkin
Þriðjudagur 23. mars 2010 kl. 17:16

Keflavík skorar mörkin

Keflavík sigraði Þrótt 4-1 í Lengjubikarnum í Reykjaneshölli á laugardaginn var.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingar voru að leika sinn þriðja leik á sex dögum en liðið tapaði gegn KR síðastliðinn sunnudag og sigraði Blika á miðvikudag. Leikurinn byrjaði fjörlega og á 27.mín skoraði Magnús Þórir Matthíasson og kom Keflavík í 1-0, en Hörður Bjarnason jafnaði fyrir Þrótt á 39.mín og staðan 1-1 í hálfleik. Keflavík byrjaði betur seinni hálfleikinn, en samt voru Þróttarar alltaf líklegir þó, án þess að skapa sér eitthvað færi. Hörður Sveinsson skoraði glæsilegt mark á 63 mín og létti þá mörgum stuðningsmönnunum. Í lokin skora nýju mennirnir tvö mörk, first Ómar Karl Sigurðsson á 84.mín og Andri Steinn Birgisson innsiglar stórsigur Keflavíkur 4-1 á 90.mín.

Það voru greinileg þreytumerki á liði Keflavíkur í þessum leik, en þrátt fyrir það skorar liðið fjögur mörk og er það vel. Liðið hefur skorað 17.mörk í fimm leikjum í Lengjubikarnum fram til þessa. Frískir varamenn komu inná í leiknum og stóðu sig mjög vel, enda bekkurinn sterkur.

Keflavík: Ómar Jóhannsson, Guðjón Árni Antoníusson, Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Haraldur Freyr Guðmundsson fyrirliði, Alen Sutej, Hólmar Örn Rúnarsson (Gísli Örn Gíslason 88), Paul McShane (Brynjar Örn Guðmundsson 68), Magnús Sverrir Þorsteinsson (Andri Steinn Birgisson 66), Sigurður Gunnar Sævarsson (Ómar Karl Sigurðsson 54), Hörður Sveinsson, Magnús Þórir Matthíasson.

Varamenn: Árni Freyr Ásgeirsson, Tómas Karl Kjartansson og Þorsteinn Þorsteinsson
Dómari: Jóhannes Valgeirsson og aðstoðardómarar þeir Frosti Viðar Gunnarsson og Eðvarð Atli Bjarnason. Eftirlitsmaður: Eyjólfur Ólafsson.


Næsti leikur liðsins er á laugardaginn 27.mars kl 10.00 gegn HK í Reykjaneshöllinni.