Keflavík sigrar í Frakklandi!
Keflavík sigraði franska liðið Reims, 94-106 í stórglæsilegum leik á heimavelli Reims. Keflavík hafði forystu allt frá 1. leikhluta og þó Frakkarnir hafi sótt á í seinni hálfleik rúlluðu Keflvíkingar yfir þá á lokasprettinum og eru í vægast sagt vænlegri stöðu á toppi riðilsins.
Nánar síðar....
Fyrr í leiknum:
Keflavík er á góðri leið með að tryggja sér sigur. þeir hafa 15 stiga forskot þegar ein og hálf mínúta er til leiksloka.
Keflavík hefur 9 stiga forskot, 88-97 þegar 3 mín eru eftir.
Keflavík hefur 11 stiga forskot, 85-96 þegar 4 mín eru eftir
Keflavík leiðir með 10 stig 81-91 þegar 6 mín eru eftir af leiknum.
Keflvíkingar hafa 9 stiga forskot, 80-89 þegar 2 mín eru liðnar af fjórða leikhluta.
Reims hefur minnkað muninn gegn Keflávik í 5 stig, 76-81 þegar skammt lifir af 3. lh. Keflavík náði aftur 15 stiga mun, 62-77, en Frakkarnir hafa sótt á.
Keflavík leiðir 53-62 í hálfleik í leiknum við Reims í Evrópukeppninni. Keflavík byrjaði óhemju vel, en heimamenn minnkuðu muninn í öðrum leikhluta. Nick Bradfors er með 21 stig, Magnús Gunnarsson er með 16 og Anthony Glover er með 14. Samkvæmt frétt á heimasíðu Keflavíkur hafa stuðningsmenn Keflavíkur verið áminntir fyrir nokkur vel valin orð um dómgæsluna...
Keflavík er yfir 51-62, 40 sek fyrir lok hálfleiksins...
Keflavík leiðir 49-58 þegar 2 mín eru til hálfleiks...
Keflavík hefur 10 stiga forskot á Reims, 39-49, þegar um 4 mínútur eru til hálfleiks í leik liðanna í Bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik. Leikurinn fer fram i Frakklandi.
Keflavík hefur leitt leikinn lengst af og staðan var 25-40 eftir 1. leikhluta.