Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 25. nóvember 2004 kl. 21:59

Keflavík sigrar Hauka

Keflavíkurstúlkur lentu ekki í teljandi vandræðum með nýliða Hauka í 1. deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Keflavík sigraði 63-97 á Ásvöllum.

Meistararnir voru yfir allan leikinn og leiddu með 18 stigum, 36-54, í hálfleik. Í þriðja leikhluta jókst bilið enn þannig að Keflavík gat leyft sér að taka því rólega á lokasprettinum. Öruggur sigur var í höfn og Keflavík enn efstar og ósigraðar á toppnum.

Birna Valgarðsdóttir var stigahæst Keflvíkinga með 25 stig og Reshea Bristol var með 22. Helena Sverrisdóttir var allt í öllu hjá Haukum eins og vanalega og skoraði 22 stig og tók 12 fráköst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024