Keflavík sigraði Val

Lið Keflavíkur mætti Val í Domino´s deild kvenna í körfu í dag. Keflavík byrjaði leikinn betur en eftir fyrsta leikhluta var liðið með fimm stiga forystu og í hálfleik var staðan 48-44 fyrir Val. Valur kom af krafti inn í seinni hálfleikinn en Keflavík var sterkara liðið á lokasprettinum og vann leikinn með sjö stigum. Lokatölur leiksins voru 74-81 fyrir Keflavík. Liðið hefur unnið fimm leiki í deildinni í vetur og tapað fjórum og er í þriðja sæti deildarinnar.

Stigahæstu leikmenn Keflavíkur voru Brittany Dinkins með 35 stig, 9 fráköst, 9 stoðsendingar og 5 stolna bolta, Thelma Dís Ágústdóttir með 17 stig, 6 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 varin skot, Erna Hákonardóttir með 9 stig og 4 fráköst og Birna Valgerður Benónýsdóttir með 9 stig, 5 fráköst og 3 varin skot.