Keflavík sigraði Stjörnuna
Keflavík mætti Stjörnunni í Domino´s-deild kvenna í körfu í kvöld en aðeins þrjár umferðir eru eftir í deildinni og úrslitakeppnin er handan við hornið. Keflavík sigraði leikinn og urðu lokatölur leiksins 81-78. Stjarnan var betri aðilinn í byrjun leiks og leiddi lið Stjörnunnar þegar flautað var til hálfleiks og staðan 34-46 fyrir gestunum.
Keflavík sækir hart í toppbaráttu deildarinnar og gáfu ekkert eftir í seinni hálfleik og áttu góðan þriðja leikhluta og komst yfir í þriðja leikhluta.
Fjórði leikhluti leiksins var æsispennandi og gat sigurinn dottið beggja megin. Keflavík var þó sterkara liðið að lokum og fóru með sigur í leiknum eins og áður sagði. Eftir leik kvöldsins er Keflavík í öðru til þriðja sæti deildarinnar ásamt Val en Valur er með betri tölur í innbyrðisviðureignum liðanna.
Stigahæstu leikmenn Keflavíkur voru Brittanny Dinkins 31 stig, 8 fráköst og 10 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 24 stig og 10 fráköst, Erna Hákonardóttir 12 stig, Birna Valgerður Benónýsdóttir 6 stig og Anna Ingunn Svansdóttir 6 stig.