Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík sigraði Sindra í 1. deild kvenna
Mánudagur 17. júlí 2017 kl. 09:08

Keflavík sigraði Sindra í 1. deild kvenna

Keflavik sigraði Sindra 3:2 í 1. deild kvenna í gær. Leikurin fór fram á heimavelli Sindra á Höfn í Hornafirði. Fyrsta markið skoraði Shameeka Fishley fyrir Sindra á 32. mínútu. Sophie Groff jafnaði leikinn fyrir Keflavík á 43. mínútu. Þrem mínútum síðar skoraði Sveindís Jane Jónsdóttir fyrir Keflavík og kom þeim yfir. Síðasta mark Keflavíkur kom á 60. mínútu og var það Katla María Þórðardóttir sem skoraði það. Í uppbótartíma var dæmt vítaspyrna á Keflavík sem Phonetta Browne tók og skoraði úr fyrir Sindra. Lokastaðan var því 3:2 fyrir Keflavík sem er 4. sæti með 17 stig. Næsti leikur Keflavíkur er föstudaginn 28. við ÍA í Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024