Keflavík sigraði FH
Keflavík bar sigurorð af FH í toppslag Landsbankadeildar karla í kvöld, 1-0, á Sparisjóðsvellinum.
Sigurmarkið skoraði Magnús Sverrir Þorsteinsson þegar rúm mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma.
Eftir leikinn eru liðin jöfn í efsta sæti deildarinnar, en FH er með hagstæðara markahlutfall.
VF-mynd/Þorgils - Fagnaðarlætin á varamannabekk Keflvíkinga voru skefjalaus