Laugardagur 10. mars 2018 kl. 21:56
Keflavík sigraði Breiðablik
Keflavík tók á móti Breiðablik í Domino´s-deild kvenna í körfu í dag. Keflavík sigraði leikinn með átta stigum og voru lokatölur leiksins 80-72. Keflavík er í þriðja sæti deildarinnar með 32 stig og mætir Stjörnunni þann 14. mars nk.