Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík semur við unga Íslands- og bikarmeistara
Miðvikudagur 4. nóvember 2009 kl. 11:34

Keflavík semur við unga Íslands- og bikarmeistara

Átta leikmenn úr íslandsmeistaraliði 3. flokks Keflavíkur frá síðasta sumri skrifuðu undir 2 ára samning við knattspyrnudeildina í vikunni, allir eru þeir gríðarlega efnilegir og miklar vonir bundnar við þá að sögn Þorsteins Magnússonar, formanns Keflavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Knattspyrnudeildin hefði getað samið við fleiri drengi úr þessum frábæra hóp leikmanna 3. flokks sem unnu bæði íslandsmeistaratiltilinn og bikarinn en ákveðið var að taka þessa leikmenn í þetta skipti. Leikmennirnir heita, Arnór Ingvi Traustason, Aron Ingi Valtýsson, Ásgrímur Rúnarsson, Bergsteinn Magnússon. Davíð Guðlaugsson, Eyþór Ingi Einarsson, Lukas Malesa og Theodór Guðni Halldórsson, með þeim á myndinni eru Zoran Daníel Ljubicic Þjálfari, Smári Helgason formaður unglingaráðs og Þorsteinn Magnússon Formaður knattspyrnudeildarinnar.