Keflavík semur við þrjá unga leikmenn
Knattspyrnudeild Keflavíkur samdi í dag við þrjá unga leikmenn, þá Guðmund Þórðarson, Ólaf Jón Ólafsson og Þorstein Atla Georgsson. Samningarnir eru til 3 ára, en þetta eru fyrstu samningar leikmannanna sem eru 18 og 19 ára.Undirskriftin fór fram í sal FS að viðstöddu fjölmenni.
VF-mynd/Þorgils Jónsson: Leikmennirnir ungu ásamt Ásmundi Friðrikssyni framkvæmdastjóra deildarinnar.






