Keflavík sækir KR heim í bikarnum
Dregið var í 8-liða úrslitum í bikarkeppni KKÍ í dag. Keflvíkingar sækja topplið KR-inga heim og í kvennaflokki fær Keflavík spútniklið Hamars í heimsókn. Átta liða úrslitin verða leikin 11.-12. janúar, bæði hjá körlum og konum.
Í kvennaflokki mætast eftirtalin lið:
Skallagrímur - Hekla
Haukar - KR
Fjölnir - Valur
Keflavík - Hamar
Í karlaflokki mætast:
Njarðvík - Haukar
KR - Keflavík
Grindavík - ÍR
ÍBV eða Stjarnan - Valur