Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík sá aldrei til sólar að Hlíðarenda
Fimmtudagur 1. mars 2012 kl. 10:01

Keflavík sá aldrei til sólar að Hlíðarenda



Valur skellti Keflavík 88-53 í Iceland Express-deild kvenna í gær og halda því lífi í baráttu sinni um sæti í úrslitakeppninni nú þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir í Iceland Express deild kvenna. Valsliðið var vel að sigrinum komið og leiddi frá upphafi til enda. Keflavíkurliðið náði aldrei að spila sinn leik og því varð aldrei um spennandi leik að ræða. Nú munar aðeins tveimur stigum á Keflvíkingum og Njarðvíkingum á toppi deildarinnar en liðin eiga eftir að mætast.

Hjá Keflavík var Pálína Gunnlaugsdóttir með 21 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar, Jareesa Butler 11 stig 15 fráköst og 2 stoðsendingar. Aðrir leikmenn voru langt frá sínu besta.

Melissa Leichlitner leiddi Valsliðið til sigurs með 26 stig, Kristrún Sigurjónsdóttir var með 15 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar, Leslie Simpson 12 stig og 17 fráköst og 4 stoðsendingar og Guðbjörg Sverrisdóttir 10 stig 7 fráköst og 5 stoðsendingar.

Frekari umfjöllun má sjá á Karfan.is


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024