Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflavík Powerademeistari
Laugardagur 7. október 2006 kl. 18:59

Keflavík Powerademeistari

Keflvíkingar tryggðu sér Poweradebikarinn með 76-74 sigri á grönnum sínum úr Njarðvík í Laugardalshöll í dag. Leikurinn var jafn og spennandi allt þar til lokaflautan gall en Njarðvíkingar fengu tvívegis tækifæri til þess að skora sigurkörfuna í leiknum á lokasekúndunum en boltinn vildi ekki ofan í.

 

Staðan var jöfn í hálfleik 43-43 en gæði leiksins fóru þverrandi í síðari hálfleik en Keflvíkingar höfðu að lokum sigur eftir æsispennandi lokamínútur.

 

Daninn Thomas Soltau gerði 25 stig fyrir Keflavík og tók 8 fráköst í leiknum en Jermaine Williams kom honum næstur með 23 stig og 11 fráköst. Hjá Njarðvíkingum var Brenton Birmingham með 28 stig og Jeb Ivey gerði 18.

 

VF-myndir/ [email protected]

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024