Keflavík Open í Taekwondo um helgina
Keflavík Open Taekwondo verður haldið um helgina í Reykjanesbæ. Þetta er í þriðja sinn sem mótið er haldið og fer það sífellt stækkandi, í ár er von á vel á annað hundrað þátttakendum og þar af eru 20 keppendur frá Skotlandi.
Í ár mun landsliðsþjálfari Englands Stephen Jennings stýra æfingabúðunum og á sunnudaginn verður svo haldið vináttumót þar sem keppendur eru á aldrinum 2 til 55 ára.
Stephen Jennings.