Keflavík og Valur skildu jöfn
Keflvíkingar sóttu stig í markalausu jafntefli á Hlíðarenda í kvöld þegar liðin mættust í Bestu deild karla í knattspyrnu.
Eins og við var að búast sóttu heimamenn meira í leiknum en Keflvíkingar voru þéttir í vörninni og náðu að stöðva alla sóknartilburði þeirra. Mathias Rosenörn varði mjög vel þegar þess þurfti en heilt yfir átti vörn Keflavíkur góðan dag og á hrós skilið fyrir vinnusemi og agaðan varnarleik.
Með smá heppni hefðu Keflvíkingar getað stolið sigrinum en Valsmenn voru ekki að nýta sín færi. Marley Blair átti flottar rispur og var einna hættulegastur í framlínu Keflvíkinga þegar þeir sóttu hratt í skyndisóknir.
Keflavík situr enn í næstneðsta sæti deildarinnar en áttunda umferð klárast á morgun.