Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Íþróttir

Keflavík og Valur skildu jöfn
Mathias Rosenörd og öll vörn Keflavíkur átti frábæran dag á Hlíðarenda. Mynd úr safni Víkurfrétta/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 21. maí 2023 kl. 22:27

Keflavík og Valur skildu jöfn

Keflvíkingar sóttu stig í markalausu jafntefli á Hlíðarenda í kvöld þegar liðin mættust í Bestu deild karla í knattspyrnu.

Eins og við var að búast sóttu heimamenn meira í leiknum en Keflvíkingar voru þéttir í vörninni og náðu að stöðva alla sóknartilburði þeirra. Mathias Rosenörn varði mjög vel þegar þess þurfti en heilt yfir átti vörn Keflavíkur góðan dag og á hrós skilið fyrir vinnusemi og agaðan varnarleik.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Með smá heppni hefðu Keflvíkingar getað stolið sigrinum en Valsmenn voru ekki að nýta sín færi. Marley Blair átti flottar rispur og var einna hættulegastur í framlínu Keflvíkinga þegar þeir sóttu hratt í skyndisóknir.

Keflavík situr enn í næstneðsta sæti deildarinnar en áttunda umferð klárast á morgun.