Keflavík og Reynir leika í úrslitum í dag

Fyrri leikurinn endaði 0-0
Leikur Reynis og Magna er sá seinni í 8-liða úrslitum 3. deildarinnar, en fyrri leikur liðanna endaði með 0-0 jafntefli á Grenivíkurvelli s.l. laugardag. Reynismenn voru sterkari í þeim leik, en náðu ekki að nýta sér yfirburðina til sigurs þannig að þeir þurfa sigur í kvöld til að fara áfram.
Fari Reynismenn áfram mæta þeir annað hvort Núma frá Reykjavík eða Fjarðarbyggð í undanúrslitum. Fyrri leikurinn yrði þá á Sandgerðisvelli laugardaginn 28. ágúst og sá seinni á útivelli þriðjudaginn 31. ágúst.
Tros, sem er aðal styrktaraðili knattspyrnudeildar Reynis, býður öllum á leikinn og verða veglegar kaffiveitingar fyrir handahafa stuðningsmannakorta Reynis í hálfleik. Þá verður atkvæðaseðlum vegna kjörs stuðningsmannaklúbbsins á leikmanni ársins dreift í stuðningsmannakaffinu í hálfleik.
Keflavíkurstúlkur stefna á úrvalsdeild
Eftir 4-3 sigur í fyrri leik sínum gegn Þrótti frá Reykjavík taka stelpurnar á móti andstæðingum sínum á aðalvellinum við Hringbraut. Liðið á góða möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitum deildarinnar, en það lið sem sigrar í 1. deildinni leikur í úrvalsdeild kvenna að ári. Liðið sem hafnar í 2. sæti leikur hins vegar tvo aukaleiki um sæti í efstu deild við liðið sem endar í 7. og næstneðsta sæti úrvalsdeildarinnar í sumar.
Sjáumst á vellinum á þriðjudaginn – áfram Reynir.
Stuðningur áhorfenda vegur þungt í svo mikilvægri rimmu sem leikurinn við Magna er. Stuðningsmenn Reynis eru því hvattir til að mæta á völlinn á þriðjudaginn og leggja sitt af mörkum í baráttunni um sæti í 2. deild. Áhorfendur eru hvattir til að mæta snemma á völlinn og ekki er verra að grafa upp gömlu Reynistreyjurnar og klæðast þeim í brekkunni.